top of page

LÖG KYNÍS

Lög Kynfræðifélags Íslands

Nafn, heimili og markmið:
1. gr. Félagið heitir Kynfræðifélag Íslands. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Markmið félagsins er að: a) efla fræðigreinina kynfræði (sexology) á Íslandi, b)stuðla að samstarfi fagfólks sem fæst við kynfræði í starfi sínu, c) vera upplýsinga og ráðgjafaraðili til þeirra sem fást við kynfræði í starfi sínu, d) stuðla að fræðslu og menntun fyrir fagfólk og almenning á sviði kynfræði, e) efla framgang rannsókna í kynfræði, f) styrkja samstarf við sambærileg félög erlendis.

3. gr. Félagið er ætlað fagfólki með menntun á sviði heilbrigðis-, félags-, sálfræði- eða hugvísinda, auk allra sem áhuga hafa á kynfræði og framgangi fræðigreinarinnar á Íslandi. Sækja skal um félagsaðild í gegnum umsóknarform á heimasíðu félagsins. Samþykki allra stjórnarmeðlimaskal vera fyrir aðildinni og undirgangast félagar siðareglur NACS sem KynÍs er hluti af, óháð menntun eða tengingu félagavið fræðigreinina.  Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert og hafa skuldlausir félagar atkvæðisrétt á fundum. Séu félagsgjöld ekki greidd fyrir starfsárið fellur félagsaðild niður.

4. gr. Félagar njóta afsláttarkjara sem stjórn kynnir hverju sinni og eru hvattir til að eiga frumkvæði að námskeiðum, fundum eða viðburðum sem þjóna tilgangi félagsins. Félagar mega þó ekki nýta félagsaðild til markaðssetningar eða kynningar á þjónustu nema um vottaða sérfræðinga sé að ræða. Brjóti félagsmenn siðareglur skal tilkynna slíkt til stjórnar sem metur hvort kalla þurfi til óháða aðila til að vinna úr málinu. Brot á siðareglum kann að leiða til brottrekstrar úr félaginu. Stjórn tekur ákvörðun um brottrekstur en leita skal til óháðra aðila ef ágreiningur kemur upp um slíkt.

5. gr. Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi. Hana skipa 5 manns. Formaður skal kosin beinni kosningu, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Stefnt skal að því að stjórnina skipi fólk úr sem flestum faghópum. Auk stjórnar skal á aðalfundi kjósa tvo varamenn, og tvo skoðunarmenn reikninga . Formaður sér um að kalla saman stjórnarfundi, eftir þörfum og/eða þegar tveir eða fleiri úr stjórn fara fram á það. Formaður situr einnig í stjórn NACS en stjórn getur komið sér saman um að annar stjórnarmeðlimur sinni því hlutverki. Gjaldkeri sér um fjárreiður félagsins. Ritari sér um að færa fundargerðabók á stjórnarfundum og félagsfundum. Meðstjórnendur taka virkan þátt í störfum stjórnar og ganga inn í störf þegar um forföll er að ræða. tjórn skal leggja fram drög að starfsáætlun í upphafi starfsárs. .

6. gr. Starfsár félagsins er frá september til maí, en ný stjórn tekur til starfa eftir aðalfund sem  skal haldinn í lok starfsárs. Aðalfund skal boða með 2ja vikna fyrirvara hið minnsta. Aukaaðalfundur skal boðaður á sama hátt, ef meirihluti stjórnar eða félagsmanna óskar eftir því. Aðalfundur er löglegur, sé löglega til hans boðað. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.

7. gr. Dagskrá aðalfundar:
a. Kosning fundarstjóra og ritara.
b. Skýrsla formanns/vinnuhópa.
c. Reikningar félagsins lagðir fram.
d. Ákvörðun félagsgjalds.
e. Lagabreytingar.
f. Kosning formanns, stjórnar og annarra trúnaðarmanna.
g. Starfsáætlun stjórnar.
h. Önnur mál.
Atkvæðisbærir félagar á aðalfundi eru þeir sem mættir eru og eru skuldlausir við félagið.

8. gr. Lagabreytingar geta einungis farið fram á aðalfundi. Tillögur þar að lútandi skulu hafa borist stjórn fyrir 1. maí ár hvert og sendast út til félagsmanna með fundarboði aðalfundar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi að greiða tillögunni atkvæði sitt.

9. gr. Félagið er aðili að NACS (Nordic Association for Clinical Sexology), félagar geta sótt um viðurkenningu á sérhæfingu sinni þangað að uppfylltum skilyrðum. 

10. gr. Leggja má félagið niður á fundi sem til þess hefur verið boðaður, ef 2/3 hlutar félagsmanna óska þess. Sæki 2/3 hlutar atkvæðisbærra félaga ekki slíkan fund, boðar stjórn til aðalfundar innan 30 daga og er þá hægt að leggja félagið niður ef 2/3 hlutar mættra atkvæðisbærra fundarmanna samþykkja það. Eigum félagsins skal þá ráðstafað í samræmi við ákvörðun meirihluta fundarmanna.
Lög þessi voru samþ.á stofnfundi félagsins 9.12.1985. Breyt. við þau voru gerðar á aðalfundi 25.maí 2004, 17. október 2005,16. október 2006 og 26. maí 2010. 18. júní 2024.

Lög Kynís: About Us
bottom of page