top of page

LÖG KYNÍS

Lög Kynfræðifélags Íslands
Nafn, heimili og markmið:
1. gr. Félagið heitir Kynfræðifélag Íslands. Heimil þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Markmið félagsins er að: a) efla fræðigreinina kynfræði (sexology) á Íslandi, b)stuðla að samstarfi fagfólks sem fæst við kynfræði í starfi sínu, c) vera upplýsinga og ráðgjafaraðili til þeirra sem fást við kynfræði í starfi sínu, d) stuðla að fræðslu og menntun fyrir fagfólk og almenning á sviði kynfræði, e) efla framgang rannsókna í kynfræði, f) styrkja samstarf við sambærileg félög erlendis.
3. gr. Félagið er ætlað fagfólki með menntun á sviði heilbrigðis-, félags-, sálfræði- eða hugvísinda, auk allra sem áhuga hafa á kynfræði og framgangi þekkingar þeirrar fræðigreinar á Íslandi. Sækja skal skriflega um aðild. Samþykki allra stjórnarmanna skal vera fyrir aðildinni. Stjórn skal halda félagatal og birta ár hvert með fundarboði til aðalfundar. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert.
4. gr. Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi. Hana skipa 5 manns. Formaður skal kosin beinni kosningu, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Stefnt skal að því að stjórnina skipi fólk úr sem flestum faghópum. Auk stjórnar skal á aðalfundi kjósa tvo endurskoðendur til tveggja ára. Formaður sér um að kalla saman stjórnarfundi, eftir þörfum og/eða þegar tveir eða fleiri úr stjórn fara fram á það. Gjaldkeri sér um fjárreiður félagsins. Ritari sér um að færa fundargerðabók á stjórnarfundum og félagsfundum. Meðstjórnendur taka virkan þátt í störfum stjórnar og ganga inn í störf þegar um forföll er að ræða. Á hverju starfsári skal stjórn leggja fram drög að starfsáætlun á aðalfundi.
Hópar, sérverkefni:
5. gr. Innan félagsins geta starfað sérstakir vinnu/áhugahópar um sérstök verkefni. Þeir starfa sjálfstætt, en með stjórnina að bakhjarli og markmið félagsins að leiðarljósi. Samþykki stjórnar þarf til að auglýsa fundi, námskeið og annað efni í nafni félagsins.
6. gr. Starfsár félagsins er frá september til maí. Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert. Aðalfund skal boða með 2ja vikna fyrirvara hið minnsta. Aukaaðalfundur skal boðaður á sama hátt, ef meirihluti stjórnar eða félagsmanna óskar eftir því. Aðalfundur er löglegur, sér löglega til hans boðað. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.
7. gr. Dagskrá aðalfundar:
a. Kosning fundarstjóra og ritara.
b. Skýrsla formanns/vinnuhópa.
c. Reikningar félagsins lagðir fram.
d. Ákvörðun félagsgjalds.
e. Lagabreytingar.
f. Kosning formanns, stjórnar og annarra trúnaðarmanna.
g. Starfsáætlun stjórnar.
h. Önnur mál.
Atkvæðisbærir félagar á aðalfundi eru þeir sem mættir eru og eru skuldlausir við félagið.
8. gr. Lagabreytingar geta einungis farið fram á aðalfundi. Tillögur þar að lútandi skulu hafa borist stjórn fyrir 1. maí ár hvert og sendast út til félagsmanna með fundarboði aðalfundar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi að greiða tillögunni atkvæði sitt.
9. gr. Félagið er aðili að Nordisk Forening For Klinisk Sexologi; NFKS (Nordic Association for Clinical Sexology; NACS.)
10. gr. Leggja má félagið niður á fundi sem til þess hefur verið boðaður, ef 2/3 hlutar félagsmanna óska þess. Sæki 2/3 hlutar atkvæðisbærra félaga ekki slíkan fund, boðar stjórn til aðalfundar innan 30 daga og er þá hægt að leggja félagið niður ef 2/3 hlutar mættra atkvæðisbærra fundarmanna samþykkja það. Eigum félagsins skal þá ráðstafað í samræmi við ákvörðun meirihluta fundarmanna.
Lög þessi voru samþ.á stofnfundi félagsins 9.12.1985. Breyt. við þau voru gerðar á aðalfundi 25.maí 2004, 17. október 2005,16. október 2006 og 26. maí 2010.

Lög Kynís: About Us
bottom of page