ÍSLENSKIR KYNFRÆÐINGAR OG KYNLÍFSRÁÐGJAFAR

Hér má kynnast nánar þeim íslenskum kynfræðingum og kynlífsráðgjöfum, sem búa hér á landi og hafa lokið námi

 frá viðurkenndum háskóla.

aldis.webp

ALDÍS ÞORBJÖRG

Kynlífsráðgjöf

Aldís Þorbjörg, sálfræðingur, sinnir para- og kynlífsráðgjöf. Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún lauk framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla (University of Michigan) árið 2020.

Aldís Þorbjörg hefur starfað sem ráðgjafi hjá samtökunum ´78 síðastliðin ár og hefur þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Aldís hefur reynslu af því að starfa með einstaklingum sem eru að koma út úr skápnum, opna á hugsanir og tilfinningar sem tengjast kynhneigð, kynvitund eða ólíkum sambandsformum. Einnig einstaklingum sem eru að takast á við erfiðleika í fjölskyldu- eða ástarsamböndum, BDSM hneigðum einstaklingum og aðstandendum hinsegin fólks.

aslaug.jpg

ÁSLAUG KRISTJÁNS

Kynfræðingur og kynlífsráðgjöf

Áslaug er hjúkrunarfræðingur og kynfræðingur. Hún lauk hjúkrunarfræði, frá Háskóla Íslands 2002 og meistaranámi í kynfræði (Master of Forensic Sexology) með láði frá Curtin University of Technology í Perth í Ástralíu 2006. Hún lauk frekara framhaldsnámi í kynlífsráðgjöf (psychosexual therapy) frá Háskólanum í Hull á Englandi í samstarfi við The Relate Institute árið 2010. Námið er viðurkennt af bresku kynfræðisamtökunum (College of Sexual and Relationship Therapists, COSRT). Áslaug hefur lokið þjálfun í áfallameðferð, bæði EMDR og CPT. Báðar aðferðir eru gagnreyndar meðferðir við áfallastreitu. Áslaug hefur starfað á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi, hún rekur einkastofu og er kynlífsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og Ljósinu. Hún er einnig stundarkennari við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og kennir þar kynfræði í hjúkrunarfræði-, lækna- og sálfræðideild.�Áslaug var í stjórn Kynfræðifélags Íslands 2006-2018, sem formaður og gjaldkeri. Einnig var hún formaður norrænu kynfræðisamtakanna NACS (Nordic Association of clinical sexology) frá 2009-2010.

IMG_3562.jpg

INDÍANA RÓS

Kynfræðingur

Indíana Rós lauk BSc námi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er að lauk M.Ed gráðu í kynfræði við Widener Háskólann í Bandaríkjunum árið 2020. Hún er formaður Kynís (Kynfræðifélag Íslands) og hefur sitið í stjórn frá árinu 2014.

Indíana Rós sinnir kynfræðslu um land allt og hefur sinnt henni frá árinu 2016. Hún hefur haldið fræðslu fyrir ýmisskonar hópa á öllum aldri.

jona_ingibjörg.jpg

JÓNA INGIBJÖRG

Kynfræðingur og sérfræðingur í klínískri kynfræði

Jóna Ingibjörg lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands, M.S.Ed. í kynfræði frá University of Pennsylvania í USA og námi í samtalsmeðferð. Árið 2006 hlaut hún sérfræðiviðurkenningu í klínískri kynfræði (NACS). Jóna Ingibjörg hefur unnið sjálfsstætt við kynlífsráðgjöf, kennt heilbrigðisstéttum kynfræði og veitt sérfræðiráðgjöf, til dæmis við innleiðingu á fræðslu og ráðgjöf um kynlífsheilbrigði á Landspítala. Hún var aðalskipuleggjandi fyrstu landskönnunar árið 1992 á kynhegðun meðal Íslendinga. Jóna Ingibjörg er stofnfélagi í Kynfræðifélagi Íslands og var formaður Kynfræðifélags Íslands, 1993-1996 og 2004-2008. Hún er helsti hvatamaður að kynfræðinámi við H.Í. Síðan 2002 hefur Jóna verið stundakennari í H. Í.. Jóna er höfundur fræðibókar í kynfræði og Kynstrin öll borðspilsins. Hún starfar við kynlífsráðgjöf Landspítala og er í doktorsnámi. Tilgangur doktorsverkefnisins er að þróa og meta árangur meðferðar fyrir pör þar sem konan hefur greinst með krabbamein í því skyni að efla aðlögun tengda kynlífi og nánd.

siggadogg.png

SIGGA DÖGG

Kynfræðingur

Sigga Dögg kynfræðingur, er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í kynfræði frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu.

Sigga Dögg bíður upp á kynfræðslu, uppistand og upplestur úr bókum sínum sem hún hefur gefið út.

yvonne.jpg

DR. YVONNE KRISTÍN

Kynfræðingur

Dr. Yvonne Kristín Fulbright er kynfræðingur, prófessor í kyn og kynjafræði, og rithöfundur bóka og blaðagreina. Hún útskrifaðist frá Penn State University með BA gráðu í Sálfræði og í Félagsfræði, frá University of Pennsylvania með MSEd í kynfræði, og er með PhD frá New York University í kynheilbrigði og samskiptum foreldra og barna. Árið 2008, kláraði hún “postdoctoral fellowship“ við Háskóla Íslands undir leiðsögn Dr. Sóley Bender.