top of page

ÍSLENSKIR KYNFRÆÐINGAR OG KYNLÍFSRÁÐGJAFAR

Hér má kynnast nánar þeim íslenskum kynfræðingum og kynlífsráðgjöfum, sem búa hér á landi og hafa lokið námi

 frá viðurkenndum háskóla.

aldis.webp

ALDÍS ÞORBJÖRG

Kynlífsráðgjöf

Aldís Þorbjörg, sálfræðingur, sinnir para- og kynlífsráðgjöf. Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún lauk framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla (University of Michigan) árið 2020.

Aldís Þorbjörg hefur starfað sem ráðgjafi hjá samtökunum ´78 síðastliðin ár og hefur þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Aldís hefur reynslu af því að starfa með einstaklingum sem eru að koma út úr skápnum, opna á hugsanir og tilfinningar sem tengjast kynhneigð, kynvitund eða ólíkum sambandsformum. Einnig einstaklingum sem eru að takast á við erfiðleika í fjölskyldu- eða ástarsamböndum, BDSM hneigðum einstaklingum og aðstandendum hinsegin fólks.

aslaug.jpg

ÁSLAUG KRISTJÁNS

Kynfræðingur og kynlífsráðgjöf

Áslaug er hjúkrunarfræðingur og kynfræðingur. Hún lauk hjúkrunarfræði, frá Háskóla Íslands 2002 og meistaranámi í kynfræði (Master of Forensic Sexology) með láði frá Curtin University of Technology í Perth í Ástralíu 2006. Hún lauk frekara framhaldsnámi í kynlífsráðgjöf (psychosexual therapy) frá Háskólanum í Hull á Englandi í samstarfi við The Relate Institute árið 2010. Námið er viðurkennt af bresku kynfræðisamtökunum (College of Sexual and Relationship Therapists, COSRT). Áslaug hefur lokið þjálfun í áfallameðferð, bæði EMDR og CPT. Báðar aðferðir eru gagnreyndar meðferðir við áfallastreitu. Áslaug hefur starfað á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi, hún rekur einkastofu og er kynlífsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og Ljósinu. Hún er einnig stundarkennari við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og kennir þar kynfræði í hjúkrunarfræði-, lækna- og sálfræðideild. Áslaug var í stjórn Kynfræðifélags Íslands 2006-2018, sem formaður og gjaldkeri. Einnig var hún formaður norrænu kynfræðisamtakanna NACS (Nordic Association of clinical sexology) frá 2009-2010.

IMG_3562.jpg

INDÍANA RÓS

Kynfræðingur

Indíana Rós lauk BSc námi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er að lauk M.Ed gráðu í kynfræði við Widener Háskólann í Bandaríkjunum árið 2020. Hún er formaður Kynís (Kynfræðifélag Íslands) og hefur setið í stjórn frá árinu 2014.

Indíana Rós er sjálfstætt starfandi kynfræðingur og hefur verið með kynfræðslur víðsvegar um landið frá árinu 2016. Hún hefur verið með fræðslur og fyrirlestra í grunn-, framhalds- og háskóla fyrir nemendur og sem annað fagfólk. Einnig hefur hún verið með foreldrafræðslur, bæði fyrir foreldra grunnskólanema en einnig fyrir nýbakaða foreldra um sambandið og kynlíf. Hún hefur verið til ráðgjafar við þýðingu bóka og annars námsefnis hjá Menntamálastofnun, starfað við ráðgjöf fyrir sveitarfélög við ýmiskonar verkefni. Þá er hún einnig með fyrirlestra hjá Ljósinu, endurhæfingastöð og Birtu, starfsendurhæfingu, svo fátt eitt sé nefnt.

jona_ingibjörg.jpg

DR. JÓNA INGIBJÖRG

Sérfræðingur í kynheilbrigðishjúkrun og í klínískri kynfræði

Dr. Jóna Ingibjörg lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands, M.S.Ed. í kynfræði frá University of Pennsylvania í USA og námi í samtalsmeðferð. Árið 2006 hlaut hún sérfræðiviðurkenningu í klínískri kynfræði (NACS). Jóna Ingibjörg hefur unnið sjálfsstætt við kynlífsráðgjöf, kennt heilbrigðisstéttum kynfræði og veitt sérfræðiráðgjöf, til dæmis við innleiðingu á fræðslu og ráðgjöf um kynlífsheilbrigði á Landspítala. Hún var aðalskipuleggjandi fyrstu landskönnunar árið 1992 á kynhegðun meðal Íslendinga. Jóna Ingibjörg er stofnfélagi í Kynfræðifélagi Íslands og var formaður Kynfræðifélags Íslands, 1993-1996 og 2004-2008. Hún er helsti hvatamaður að kynfræðinámi við H.Í. Síðan 2002 hefur Jóna verið stundakennari í H. Í.. Jóna er höfundur fræðibókar í kynfræði og Kynstrin öll borðspilsins. Hún starfar við kynlífsráðgjöf Landspítalans. Jóna lauk doktorsprófi frá Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, Hjúkrunarfræðideild 2021. Tilgangur doktorsverkefnisins var að þróa og meta árangur meðferðar fyrir pör þar sem konan hefur greinst með krabbamein í því skyni að efla aðlögun tengda kynlífi og nánd.

siggadogg.png

SIGGA DÖGG

Kynfræðingur

Sigga Dögg kynfræðingur, er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í kynfræði frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu.

Sigga Dögg bíður upp á kynfræðslu, uppistand og upplestur úr bókum sínum sem hún hefur gefið út.

yvonne.jpg

DR. YVONNE KRISTÍN

Kynfræðingur

Dr. Yvonne Kristín Fulbright er kynfræðingur, prófessor í kyn og kynjafræði, og rithöfundur bóka og blaðagreina. Hún útskrifaðist frá Penn State University með BA gráðu í Sálfræði og í Félagsfræði, frá University of Pennsylvania með MSEd í kynfræði, og er með PhD frá New York University í kynheilbrigði og samskiptum foreldra og barna. Árið 2008, kláraði hún “postdoctoral fellowship“ við Háskóla Íslands undir leiðsögn Dr. Sóley Bender.

Kynfræðingar og kynlífsráðgjafar: Meet the Team
bottom of page