STJÓRN KYNÍS

IMG_3562.jpg

INDÍANA RÓS ÆGISDÓTTIR

Formaður

Indíana Rós Ægisdóttir er með B.Sc. í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og með M.Ed. í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum. Hún hefur sitið í stjórn Kynís frá árinu 2013, lengst af sem ritari en árið 2019 tók hún við formannsembættinu. Hún er sjálfstætt starfandi kynfræðingur með kynfræðslur víðsvegar um landið fyrir allskonar hópa.

82546075_538319353693154_918721258693066

 ANNA EIR GUÐFINNUDÓTTIR

Ritari

Anna Eir Guðfinnudóttir er með B.Sc. í sálfræði og M.Ed. í sálfræðikennslu á framhaldsskólastigi. Hún skrifaði meistaraverkefnið sitt um mikilvægi kynfræðslu á framhaldsskólastigi. Hún hefur verið í stjórn Kynís frá 2017. Vinnur sem sálfræðikennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.

55897069_10156634955228860_8581574249179

ARNA GARÐARSDÓTTIR

Gjaldkeri

Arna Garðarsdóttir kláraði meistaranám í hjúkrun og diploma í kynfræði árið 2017. Hún hefur verið í stjórn Kynís síðan árið 2017, ritari 2017-2018, gjaldkeri frá 2018 og áfram. Vinnur sem skólahjúkrunarfræðingur í Menntaskólanum í Reykjavík og á heilsugæslu miðbæjar.

69104065_10221328684745854_4904580600213

MAGNÚS HÁKONARSON

Stjórnarmeðlimur

Magnús er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur setið í stjórn Kynís síðan 2013 og hefur mest megnis verið í fræðslu um BDSM síðan 1995 og var hann formaður BDSM félagsins á Íslandi frá árinu 2013 til 2019.

29597385_10157537259957575_6910263221811

GUÐMUNDA SMÁRI VEIGARSDÓTTIR

Stjórnarmeðlimur

.