STJÓRN KYNÍS

INDÍANA RÓS ÆGISDÓTTIR
Formaður
Indíana Rós Ægisdóttir er með B.Sc. í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og með M.Ed. í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum. Hún hefur sitið í stjórn Kynís frá árinu 2013, lengst af sem ritari en árið 2019 tók hún við formannsembættinu. Hún er sjálfstætt starfandi kynfræðingur með kynfræðslur víðsvegar um landið fyrir allskonar hópa.

ANNA EIR GUÐFINNUDÓTTIR
Ritari
Anna Eir Guðfinnudóttir er með B.Sc. í sálfræði og M.Ed. í sálfræðikennslu á framhaldsskólastigi. Hún skrifaði meistaraverkefnið sitt um mikilvægi kynfræðslu á framhaldsskólastigi. Hún hefur verið í stjórn Kynís frá 2017. Vinnur sem sálfræðikennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.

MAGNÚS HÁKONARSON
Stjórnarmeðlimur
Magnús er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur setið í stjórn Kynís síðan 2013 og hefur mest megnis verið í fræðslu um BDSM síðan 1995 og var hann formaður BDSM félagsins á Íslandi frá árinu 2013 til 2019.