STJÓRN KYNÍS

INDÍANA RÓS ÆGISDÓTTIR
Formaður
Indíana Rós Ægisdóttir er með B.Sc. í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og með M.Ed. í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum. Hún hefur sitið í stjórn Kynís frá árinu 2013, lengst af sem ritari en árið 2019 tók hún við formannsembættinu. Hún er sjálfstætt starfandi kynfræðingur með kynfræðslur víðsvegar um landið fyrir allskonar hópa.

ALDÍS ÞORBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
Gjaldkeri
sálfræðingur og kynlífsráðgjafi. Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún lauk síðan framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla árið 2020. Hún er sjálfstætt starfandi og sinnir para- og kynlífsráðgjöf á Líf og Sál, sálfræði og ráðgjafastofu. Aldís hefur setið í stjórn Kynís frá árinu 2019.

MAGNÚS HÁKONARSON
Stjórnarmeðlimur
Magnús er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur setið í stjórn Kynís síðan 2013 og hefur mest megnis verið í fræðslu um BDSM síðan 1995 og var hann formaður BDSM félagsins á Íslandi frá árinu 2013 til 2019.

ANNA EIR GUÐFINNUDÓTTIR
Varamaður í stjórn.
Anna Eir Guðfinnudóttir er með B.Sc. í sálfræði og M.Ed. í sálfræðikennslu á framhaldsskólastigi. Hún skrifaði meistaraverkefnið sitt um mikilvægi kynfræðslu á framhaldsskólastigi. Hún hefur verið í stjórn Kynís frá 2017. Vinnur sem sálfræðikennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.

ÞÓRA GEIRLAUG BJARTMARSDÓTTIR
Ritari
Þóra Geirlaug lauk BS prófi í líffræði frá HÍ, kennsluréttindanámi frá HA og MEd gráðu í náttúrufræðikennslu frá HÍ auk diplómu í kynfræði frá HÍ. Hún hefur starfað með börnum og unglingum frá 2009, fyrst í frístundastarfi en við grunnskólakennslu síðan 2011. Hún hefur einnig sinnt námskeiðahaldi og fyrirlestrum fyrir fagfólk og foreldra. Hún hefur setið í stjórn Kynís frá árinu 2019.

BERIT MUELLER
Stjórnarmeðlimur
Berit lauk diplómanám í kynfræði frá Háskóla Íslands í 2016. Hún er að læra heilræna kynfræðslu (holistic sex education) við Institute of Sexuality Education & Enlightenment (ISEE). Berit hefur setið í stjórn Kynís frá árinu 2023.