top of page

STJÓRN KYNÍS

cc_DSC0085.jpg

ALDÍS ÞORBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

Formaður

Sálfræðingur og kynlífsráðgjafi. Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún lauk síðan framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla árið 2020. Hún er sjálfstætt starfandi og sinnir para- og kynlífsráðgjöf á Líf og Sál, sálfræði og ráðgjafastofu. Aldís hefur setið í stjórn Kynís frá árinu 2019.

indíana_edited_edited.jpg

INDÍANA RÓS ÆGISDÓTTIR

Gjaldkeri

Indíana Rós Ægisdóttir er með B.Sc. í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og með M.Ed. í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum. Hún hefur sitið í stjórn Kynís frá árinu 2013, lengst af sem ritari en árið 2019 tók hún við formannsembættinu. Hún er sjálfstætt starfandi kynfræðingur með kynfræðslur víðsvegar um landið fyrir allskonar hópa.

294303265_10159245429622705_1361623482097742110_n.jpg

ÞÓRA GEIRLAUG BJARTMARSDÓTTIR

Ritari

Þóra Geirlaug lauk BS prófi í líffræði frá HÍ, kennsluréttindanámi frá HA og MEd gráðu í náttúrufræðikennslu frá HÍ auk diplómu í kynfræði frá HÍ. Hún hefur starfað með börnum og unglingum frá 2009, fyrst í frístundastarfi en við grunnskólakennslu síðan 2011. Hún hefur einnig sinnt námskeiðahaldi og fyrirlestrum fyrir fagfólk og foreldra. Hún hefur setið í stjórn Kynís frá árinu 2019.

69104065_10221328684745854_4904580600213

MAGNÚS HÁKONARSON

Stjórnarmeðlimur

Magnús er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur setið í stjórn Kynís síðan 2013 og hefur mest megnis verið í fræðslu um BDSM síðan 1995 og var hann formaður BDSM félagsins á Íslandi frá árinu 2013 til 2019.

Get in Touch
berit.jpeg

BERIT MUELLER

Stjórnarmeðlimur

Berit lauk diplómanám í kynfræði frá Háskóla Íslands í 2016. Hún er vottaður heildrænn kynfræðari (Certified Holistic Sex Educator) frá Institute of Sexuality Education & Enlightenment (ISEE). Berit hefur setið í stjórn Kynís frá árinu 2023.

Stjórn Kynís: Meet the Team
bottom of page