Kynlíf og kynheilbrigði:
Fræði, færni og framtíð
Námskeið á vegum Kynís:
Námskeiðið er einstakt tækifæri fyrir þau sem starfa með kynverund, kynheilbrigði og sambönd, svo sem í kynfræðslu, ráðgjöf eða heilbrigðisþjónustu. Hentar bæði þeim sem eru byrjendur og fyrir lengri komna.
Þátttakendur fá innsýn í hvernig skapa má öruggari, inngildandi og virðingarríkara umhverfi, bæði fyrir kynfræðslu og fyrir samtöl um viðkvæm málefni. Lögð er áhersla á að þróa skilvirk samskipti og styrkja eigin viðhorf og færni í krefjandi aðstæðum.
Kennari námskeiðsins er Dr. Yvonne Kristín Fulbright, alþjóðlega viðurkenndur kynfræðingur og höfundur, með margþætta reynslu í fræðslu og rannsóknum. Hún er stundakennari við University of Cincinnati, University of Michigan, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
Auk hennar verða gestafyrirlesarar.
Kennt verður að mestu leyti á ensku, en Dr. Yvonne Kristín talar þó íslensku og er því möguleiki á að skila verkefnum og taka þátt í samtölum á íslensku.
Kennt er á staðnum, á höfuðborgarsvæðinu, og á netinu (Teams/zoom).
Kennslustundir námskeiðs:
Viðvera á staðnum - tvær helgar:
8. & 9. febrúar, 17. & 18. maí kl 10:00-16:00 báða daga
Zoom 20:00-21:30 eftirfarandi daga:
26. Febrúar 2025 - 25. Mars 2025 - 6. Maí 2025
Kynningarverð: 85.000kr
Fullt verð er 120.000 kr
Kynningarverð er vegna þess að þetta er fyrsta námskeiðið sem haldið er og er námskeiðið enn í þróun. Þá munu þátttakendur verða
beðin um að skila inn mati og athugasemdum varðandi námskeiðið til að þróa það enn betur.
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Námsmannaafsláttur: 10%. Senda skal staðfestingu á skólavist samhliða skráningu.
Námstilhögun
Námið er bæði í staðnámi og svo er það í fjarnámi.
Skyldumæting er í allar staðlotunnar sem eru nefndar hér að ofan.
Námskröfur:
Til að ljúka náminu þarf að ljúka verkefnum úr þeim bókum sem lesa þarf ásamt öðrum verkefnaskilum. Les og verkefnalisti verður sendur 10. janúar, þau sem skrá sig eftir það fá listann sendan við skráningu. Engu máli skiptir hvort lesið sé bókina eða hlustað sé á hana.
Nemendur sjá sjálf um að útvega sér bækur á leslista.
Greinar og hlekkir að myndböndum verða send í tölvupósti.
Til að ljúka námskeiðinu og hljóta viðurkenningu fyrir þarf að skila öllum verkefnum. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið verkefnaskilum 31. Ágúst.
Stofnaður verður Facebook hópur þar sem hægt er að halda utan um umræður og þátttakendur geta spjallað samt og deilt á milli sín efni.
Staðsetning: Ekki alveg komið á hreint, upplýst verður þegar það er staðfest en það verður á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið verður þó haldið á stað þar sem aðgengi fólks sem notar hjólastóla verður tryggt og munum við gefa ítarlegar upplýsingar með það um leið og staðsetning er komin.
Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á virðingarfullt og fordómalaust umhverfi. Hatursfull orðræða, fordómar eða önnur hegðun sem brýtur gegn þessum gildum verður ekki liðin.Ef þátttakandi verður uppvís að slíkri hegðun, áskiljum við okkur rétt til að vísa viðkomandi af námskeiðinu án frekari viðvörunar, þar sem slíkt er nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vellíðan allra þátttakenda.
Skráning:
Skráning lokar 24. Janúar.
Skráning er með því að senda tölvupóst á stjorn.kynis@gmail.com
Þar þarf að koma fram
Fullt nafn:
Fornöfn:
Netfang:
Símanúmer:
Taka skal fram ef þig vantar kvittun, t.d fyrir stéttarfélög eða starfsstað og þá þurfum við kennitölu.
Þegar skráning hefur verið staðfest þá hefur viðkomandi 3 virka daga til að millifæra, einnig er hægt að óska eftir kröfu í heimabanka og þá bætist við kostnaður vegna þess skv. verðskrá Íslandsbanka. Skráning telst staðfest þegar búið er að greiða fyrir námskeiðið. Við munum aldrei byðja um kortaupplýsingar ykkar fyrir skráningu.
Hámarksfjöldi verður á námskeiðinu og mun þá gilda fyrstur kemur fyrstur fær. Ef námskeiðið fyllist verður í boði að vera á biðlista.
Einnig skal senda með skráningunni svörin við eftirfarandi spurningum:
1. Hver er núverandi starf þitt/nám og hvernig tengist námskeiðið þínu fagi? (Ef í starfi/námi) EÐA
Hvernig tengist námskeiðið þínum áhuga? (Ef ekki í starfi eða námi)
2. Hvers vegna hefur þú áhuga á námskeiðinu?
3. Hvernig sérðu fram á að geta nýtt þér þá þekkingu sem þú öðlast á námskeiðinu?
Svörin þurfa ekki að vera mjög löng. Ekki lengri en ein a4 blaðsíða samtals.
Ef spurningar vakna er hægt að senda okkur tölvupóst á stjorn.kynis@gmail.com
Styrkur:
Hægt er að sækja um styrk hjá Kynís fyrir námskeiðinu. Kynís mun veita styrk fyrir einum þátttakanda.
Senda skal póst á netfang Kynís - stjorn.kynis@gmail.com - með titlinum Beiðni um styrk.
Í póstinum skal skrifa að sé um beiðni um styrk sé að ræða og svara skal spurningunum sem eiga að fylgja skráningu.
1. Hver er núverandi starf þitt/nám og hvernig tengist námskeiðið þínu fagi? (Ef í starfi/námi) EÐA
Hvernig tengist námskeiðið þínum áhuga? (Ef ekki í starfi eða námi)
2. Hvers vegna hefur þú áhuga á námskeiðinu?
3. Hvernig sérðu fram á að geta nýtt þér þá þekkingu sem þú öðlast á námskeiðinu?